Framkvæmdir og endurbætur 2023

Völlurinn og endurbætur á svæðinu:

Það má með sanni segja að Urriðavöllur hafi komið seint undan vetri þetta árið. Í venjulegu ári hefur Urriðavöllur opnað í kringum 7 – 12. maí en í ár var völlurinn opnaður 27. maí. Í hinum fullkomna heimi hefði vallarstjóri eflaust óskað eftir því að opna mun síðar og það mátti alveg greina meðbyr með þeim hugleiðingum hjá mörgum félagsmönnum sem almennt myndu vilja opna ekki síðar en 1. maí, það slæmt var ástandið almennt á golfvöllum höfuðborgarinnar. 

Í ár var mikið undir hjá golfklúbbnum, ekki bara að verið að undirbúa golfvöllinn fyrir okkar meðlimi heldur var planið að halda Íslandsmótið í golfi þar sem við vildum að sjálfsögðu láta völlinn sýna allar sínar bestu hliðar. Það var því ljóst snemma í vetur að aðstæður voru golfvellinum einstaklega óhagstæðar, kaldur og langur frostakafli á bera jörð í mars/apríl reyndist vellinum og öðrum golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu einstaklega erfiður. Klaki náði djúpt niður í jarðveginn og var lengi að síga úr brautum og því þurfti Tryggvi vallarstjóri að grafa djúpt í reynslubankann og taka upp ýmsar aðferðir til að koma perlunni okkar í gang og hafa hana klára  til að mæta því mikla álagi sem alla jafna er á okkar svæði. 

Almennt hefja vallarstarfsmenn undirbúning fyrir komandi golfsumar um leið og við lokum vellinum að hausti. Vallarstarfsmenn ganga þá í þau verkefni sem eru á áætlun og það kemur eflaust mörgum á óvart hversu margar framkvæmdir eru í gangi á ári hverju að jafnaði þegar upptalning hér fyrir neðan er lesin yfir því mikið af þessu er ekki sjáanlegt hinum almenna kylfingi sem leikur hér golf reglulega. 

Nóvember – Unnið við nýja teiga á 3. og 7. braut, efniskeyrsla og lagning á vatnskerfi og svæðið tyrft. Glompu við æfingasvæði lokað og tyrft yfir. Þjónustuvegur milli 7. brautar og æfingasvæðis undirbúin undir malbik. Endurmótunarvinna og skipt út sandi í glompum 10, – 11. – 14. – 15. – 18. Eldhúsið tekið í gegn, fjarlægðir milliveggir, rafmagn endurnýjað, tæki endurnýjuð að hluta.

Desember Endurmótun og endurbygging umhverfis glompu við 17. flöt. Unnið við endurmótun og sandskipti í brautarglompum á 6. og 12. braut. Svo hófst almenn við snjómokstur 🙂 Haldið áfram með endurnýjun í eldhúsi.

Janúar –  Hér snerist lífið helst um snjómokstur og halda svæðinu opnu.

Febrúar – Undirbúningur hafinn við stíg og nýjan biðstað við fremsta teig 46 á 17. braut. Skrifstofa og fundarherbergi endurnýjað að mestu leiti, rafmagn endurnýjað.

Mars – Beð við bílastæði Ljúflings endanlega fjarlægt. Áfram unnið að biðstað og stígagerð við 17. braut. Kurlun trjágreini hefst en töluvert magn hefur safnast fyrir frá hausti eftir Heimi Sigurðsson sem sinnt hefur trjáklippingum ásamt annari snyrtingu og gróðursetningu á svæðinu í samstarfi við vallarstarfsmenn. Klárað að fylla sand í glompur sem voru endurmótaðir síðastliðið haust.

Gróður fjarlægður vinstra megin hér sem var í nokkurri órækt og gróðursett á svæðinu að nýju

Apríl –  Beð og gróður við 1. og 12. teig tekið upp og fjarlægt. Áfram heldur einnig vinna við að kurla gróður. Enn er haldið áfram að keyra sand í endumótaðar glompur. Loftpressu og kerruþvottahólf við skála tekið í gegn ásamt því að nýtt slíkt hólf var klárað við Ljúfling ásamt því að sett var sér svæði fyrir útleigu golfkerrur við Ljúfling. Tröppur við 4. teig endurgerðar. Flatarglompur við 17. flöt hlaðnar að nýju og umhverfið þar endurmótað. Þann 24. apríl var fyrirséð að mikilla aðgerða var þörf við verndun flata sökum kulda og því voru flatir lagðar gróðurdúkum sem var bæði mannfrek aðgerð og tímafrek enda annsi stórt svæði að þekja. Mikil vinna var lögð í að yfirsá flatir og jafna sár, teigar og stór svæði á brautum voru einnig virkilega illan farin og þurfti því að huga að ýmsum svæðum þó aðaláhersla hafi verið lögð á að bjarga flötum vallarins. Öll almenn undirbúningsvinna við opnun vallarins var svo unnin hægt meðfram þessum björgunaraðgerðum og því tók við okkur hefðbundinn uppsettur golfvöllur þegar kylfingar fengu að streyma inn á völlinn í lok maí.



September – hófst svo skipuleg vinna utan hefðbundinna sumarverkefna þegar farið var í að endurleggja vatnkerfi og stúta við vippflöt – 14. og 17. braut, við 2. teig og við 12. braut á forgreen og braut.

Október – Skipt um jarðveg á aksturleið inn á 17. braut og lagt gervigras. Vatnskerfi við 8. teig endurlagt. Við æfingasvæði var grafinn grunnur undir fjarskiptamastur sem mun rísa við æfingasvæðið og nýtist svæðinu vel til framtíðar. Steypt undir viðbótarbása við enda æfingasvæðis.

Nóvember – Grafinn grunnur undir hús á æfingasvæði sem nýtt verður fyrir boltatýnslu með róbótum. Jarðsvegsvinna fremst á 12. braut þar sem ætlunin er að byggja upp nýtt teigasett fresmtu teiga 46 /49.