Einherjar á Urriðavelli 2023

Hérna er listi yfir þá sem náði því afreki í sumar að fara holu í höggi. Við óskum þessum aðilum að sjálfsögðu innilega til hamingju með afrekið og einhver telur sig eiga að vera á þessum lista þá endilega hafið samband við okkur á skrifstofa@oddur.is. Listinn hér er unninn upp af síðu einherjaklúbbsins og einungis skráning frá 3.7 – 31. 8.

02.10 Svavar Geir Svavarsson 15. holu
31.8 Elísabet Einarsdóttir 8. hola
23.8 Sólveig Krogh Pétursdóttir 4. hola
22.8 Jón Bjarki Sigurðsson 15. hola
03.8 Árni Guðmundsson 8. hola
03.8 Rósa Ág. Morthens 4. hola
24.7 Bragi Þorsteinn Bragason 15. hola
19.7 Jónina Jósafatsdóttir 4. hola
18. 7 Skúli Ágúst Arnarson 15. hola
16.7 Stefán Jökull Bragason 15. hola
13.7 Þór Geirsson 4. hola
08.7 Birgir Már Björnsson 4. hola
03.7 Arnór Einarsson 4. hola
30.6 Laufey Sigurðardóttir 4. hola
20.6 Garðar Guðmundsson 8. hola
03.6 Hafliði Kristjánsson 4. hola

Svavar Geir Svavarsson

Sólveig Krogh Pétursdóttir

Dásamlegt kvennaholl í yndislegu veðri á Urriðavelli

Jón Bjarki Sigurðsson
Nánast logn, boltin lenti í grínkanti ca 1,5 metra frá holu og rann ljúflega í miðja holu

 

 

Árni Guðmundsson
Aðstæður fínar, logn og þurrt. Meðspilarar Birgir Leifur Hafþórsson, Gunnar Baldvinsson og Haukur Hafsteinsson.

Rósa Ág. Morthens
Sá boltann renna í átt að holu og vonaðist þá eftir birdie og beygði mig eftir tee-inu. Jóhanna Eirný og Elísabet sáu boltann renna ofaný. Ég fékk gæsahúð þegar þær sögðu mér að boltinn hefði farið ofaný en trúði þeim ekki. Og auðvitað smælar konan allan hringinn.

Jónína Jósafatsdóttir
<Vantar í skráningu>

Skúli Ágúst Arnarson

Þór Geirsson
Töluverður með vindur. Ægir Vopni, Arngrímur Benjamínsson, Guðný J. Þórsdóttir

Birgir Már Björnsson
145 m högg með 7 járni á fjórða hring í Meistaramóti í 3. flokki á Oddinum. Viðstaddir voru Jónas Gestur Jónasson og Sigurjón Hjaltason, draw inná flöt og rann að pinna og beint ofaní.

Arnór Einarsson
Kvöldsólin var að setjast þegar átti hið fullkomna högg. Boltinn lenti fallega á miðri flötinni og rúllaði að holu og beint ofan í.

Laufey Sigurðardóttir
Átti rástíma á Oddi kl. 16:40 með Bjarka (maðurinn minn), Svövu og Skarphéðni. Sló flott högg á 4. braut os sá að stefnan var flott þannig að ég fór að leita að tíinu en þá heyrist í spilafélögunum hún fór í..... svo ja kannski fór boltinn í hvarf þar sem það hallar aðeins niður fyrir aftan flaggið en þegar við komum að flötinni var boltinn ekki sýnilegur fyrr en við kíktum í holuna

Garðar Guðmundsson
Gott veður. Léttur vindur. 115 metra högg frá teig. Bolti hafði viðkomu á flöt og síðan beint í holu. :)

Hafliði Kristjánsson
Með konunni og 2 öðrum, sló gullfallegt högg og sáum boltann hverfa en vorum ekki viss hvort boltinn hefði farið ofan í eða niður í laut hinum megin við holustaðsetninguna, konan missti sig og hljóp að holunni til að athuga sem reyndist svo vera að draumahöggið var komið og fagnaðurinn gat byrjað.