Skýrsla aganefndar

Það er vissulega svo að líta má á það að ef skýrsla aganefndar er stutt, þá er öruggt að allir kylfingar í GO og þeir sem okkur heimsóttu í ár hafi verið prúðir og góðir í ár. Aganefnd GO var skipuð sömu aðilum þetta árið og undanfarin ár en í nefndinni sitja Guðmundína Ragnarsdóttir, Þórður  Ingason og Gunnar Viðar. Aganefnd þurfti aldrei að koma saman þetta árið vegna agabrots eða annara mála. Þetta var fullkomlega agabrotalaust ár og vonandi halda allir áfram á sömu nótum á komandi árum.

Fh. aganefndar
Guðmundína Ragnarsdóttir