Afmælisgolfferð GO 2023

Í tilefni stórafmælis golfklúbbsins á árinu var haldið í þá góðu hefð að stofna til stórrar afmælisgolfferðar og í ár var MORGADO í Portúgal fyrir valinu. Við fórum með tæplega 60 manna hóp út og mikil eftirvænting var í hópnum enda þetta í fyrsta sinn sem við veljum Portúgal sem áfangastað.
Þegar komið var á áfangastað blasti við hópnum leiðinleg ásýn golfsvæðisins sem farið hefur illa í miklum þurrkum sem herjað hafa á þennan hluta Portúgal undanfarið ár og fararstjóri VITA tjáði hópnum að ekki hefði ringt í mörg hundruð daga. Eitthvað ákváðu þá veðurguðirnar að svara kalli heimamanna og því fékk þessi góði hópur ekki einungis að kynnast þurrum og graslitlum gofvöllum heldur bættist nokkur bleyta sem gjörbreytti aðstæðum og þá lítið til þess betra.